Ekki hjá venjulegu fólki......

Ég senti fjármálaráðherra eftirfarandi bréf fyrr í kvöld eftir að hafa lesið grein á mbl þar sem fjármálaráðherra lýsti bróðurpart Íslensku þjóðarinnar sem óvenjulegu fólki.

 

 

Æri Steingrímur.

 

Ég mundi segja kæri ef þú værir mér kær en svo er nú víst ekki. Samkvæmt þínum skoðunum þá er ég óvenjulegur Íslendingur, ég er vélstjóri og rafvirki að mennt og hef starfað hið óvenjulega Íslenska starf að skapa verðmæti  fyrir þjóð okkar með því að sækja fisk í sjó og við að gera fólkinu MÍNU (þ.e.s. Íslendingum) kleift  að borða óskemmdan mat þar sem að ég hef starfað við að halda matargeymslum okkar frosnum, afurðum okkar  svo framvegis. Ég er Óvenjulegur Íslendingur sem hefur aldrei verið dæmdur fyrir glæp og legg heldur ekki fyrir mig slíka yðju og þar af leiðandi furðar það mig ekki að þú teljir mig afar óvenjulegann íslending.

Ég hef ALDREI svikist undann skatti aldrei unnið SVARTA vinnu og alltaf staðið við skildur mínar gagnvart samfélaginu.  Ég er 38 ára tveggja barna faðir sem á Óvenjulega Íslenska konu sem sér um að hjúkra veikum þar sem að hún er hjúkrunarkona.

Eignarbruni okkar er allt að tuttugu milljónum íslenskra króna þrátt fyrir að við höfum ekki keypt okkur flatskjá eða tekið erlend lán að neinu marki einungis húsnæðislán með verðtryggingu.

Þar sem að manneskjan sem er nú fjármálaráðherra (ÞÚ) segir að ég sé ekki venjulegur þó svo að eignabruni minn sé einungis brot af þeim sem margt annað fólk hefur orðið fyrir þá ætla ég að mótmæla þessu hugarfari og þessu framferði þínu með því að taka eitt af þeim fjölmörgu atvinnutilboðum sem ég hef fengið erlendis frá og flytja úr landi og ekki að snúa aftur þar til annaðhvort að þú komir opinberlega fram og biðjir íslensku þjóðina AFSÖKUNAR eða þar til að þú hefur verið settur af.

Ég elska fólkið mitt, þjóðina mína og vegna þess að þú ert Íslendingur þá sendi ég þér þennann póst. Ég veit að einhverntímann hafðir þú svipaðar kenndir gagnvart þjóðinni minni en það er okkur öllum ljóst að það er liðin tíð. Ég skora á þig að rifja upp hversvegna þú fórst af stað í pólitík og að fara í sjálfskoðun og finna hvar þú fórst af leið.

Þó að þú teljir mig óvenjulegann þá er ég samt Íslendingur, Íslendingur með eftirsótta reynslu, menntun og skatta...

 

Og skammastu þín svo

Gísli


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband